Vonin
Vonin okkur verðmæt er,
hún vermir mannsins hjarta
gegnum vonarglerin sér
hann giftu' og framtíð bjarta.

Þó að syrti álinn í
alltaf samt hún færir
þrekið jafnt sem þrótt á ný
og þolinmæði nærir.

Vonin mig á vængjum ber
víst hún margan laðar.
Þegar annað þrotið er,
þá er hún til staðar.  
Þórhallur Hróðmarsson
1942 - ...


Ljóð eftir Þórhall Hróðmarsson

Augun þín
Ástríða
Bæn
Hugrekki
Minni kvenna
Kántrýkvöld
Tjara
Matarást
Spor í sandi
Vor
Vonin
Vegur sannleikans
Vitið meira
Kynferðislegt áreiti
Atómljóð
Áramótin 1999 - 2000
Hamingjuforskrift
Heilagur tilgangur
Unaðsstund
Love
Hvers vegna ertu ei hér?
Trú
Saskia
Breytingaskeiðin
Fyrsta ástin
Átt og misst
Einstakur koss
Óskastund
Höfuðpaurinn
Þögul ást
Steinninn