Kynferðislegt áreiti
Enda þótt reyni á allan hátt
að ímynda mér að bleikt sé blátt
það bölvanlega gengur.
Við konur reynist klakklaust þrátt,
kynlaust að eiga samneyti,
en sjái ég konu ég kenni brátt
kynferðislegt áreiti.
Nú sé ég fram á betri tíð með blóm í haga.
Aldurinn þetta á að laga,
svo innan tíðar ei mun baga - lengur.
 
Þórhallur Hróðmarsson
1942 - ...


Ljóð eftir Þórhall Hróðmarsson

Augun þín
Ástríða
Bæn
Hugrekki
Minni kvenna
Kántrýkvöld
Tjara
Matarást
Spor í sandi
Vor
Vonin
Vegur sannleikans
Vitið meira
Kynferðislegt áreiti
Atómljóð
Áramótin 1999 - 2000
Hamingjuforskrift
Heilagur tilgangur
Unaðsstund
Love
Hvers vegna ertu ei hér?
Trú
Saskia
Breytingaskeiðin
Fyrsta ástin
Átt og misst
Einstakur koss
Óskastund
Höfuðpaurinn
Þögul ást
Steinninn