Áramótin 1999 - 2000
Ef öldin er liðin, þótt enn vanti ár,
upp á það hundrað sem skyldi.
að tíu' yrðu níu og tapaðist ár,
tugurinn efalaust þyldi.

Um framhaldið ótta samt fyllist ég
og forðast að hugsa til enda,
hvar allir þessir, sem þennan veg
þræða nú, muni lenda.

Flest, sem er talið fjær og nær,
fara hlýtur í klessu.
Því allir sjá hvaða örlög fær
einingin eftir þessu.

Milli' einhvers, sem til er og er ekki til
er agnarsmátt bil, sem núll við köllum,
að tala um núllið sem tímabil,
tæpast er bjóðandi öllum.

Hvert tímabil á sér upphafsstað
og einhversstaðar enda,
ef upphafið er þar, sem endar það,
endarnir saman lenda,

Í raðtölukerfi vort ártal er,
þótt ei skilji núllistar blíðir,
þótt núllum þeir raði og raði sér,
reynast þau núll um síðir.
_ _ _

En eitt er víst, að eftir áramót
eiga margir næsta víst í húmi
að eiga þrátt við einhvern stefnumót,
ekki í sama tíma, en sama rúmi.
 
Þórhallur Hróðmarsson
1942 - ...


Ljóð eftir Þórhall Hróðmarsson

Augun þín
Ástríða
Bæn
Hugrekki
Minni kvenna
Kántrýkvöld
Tjara
Matarást
Spor í sandi
Vor
Vonin
Vegur sannleikans
Vitið meira
Kynferðislegt áreiti
Atómljóð
Áramótin 1999 - 2000
Hamingjuforskrift
Heilagur tilgangur
Unaðsstund
Love
Hvers vegna ertu ei hér?
Trú
Saskia
Breytingaskeiðin
Fyrsta ástin
Átt og misst
Einstakur koss
Óskastund
Höfuðpaurinn
Þögul ást
Steinninn