

Er horfi ég upp til heiða,
horfi' á hvar sólin skín,
þá litbrigði' í mosanum minna
á mógrænu augun þín.
Loft fyllist ljúfri angan,
leikur sér vorþeyrinn hlýr.
Hann bærir í brjósti mér kenndir,
þá birtist mér mynd þín skýr.
Ég sé þína ljósu lokka
leika um andlitið frítt,
þá finnst mér sem mundin þín mjúka
minn strjúki vanga blítt.
horfi' á hvar sólin skín,
þá litbrigði' í mosanum minna
á mógrænu augun þín.
Loft fyllist ljúfri angan,
leikur sér vorþeyrinn hlýr.
Hann bærir í brjósti mér kenndir,
þá birtist mér mynd þín skýr.
Ég sé þína ljósu lokka
leika um andlitið frítt,
þá finnst mér sem mundin þín mjúka
minn strjúki vanga blítt.