Fyrsta ástin
Er horfi ég upp til heiða,
horfi' á hvar sólin skín,
þá litbrigði' í mosanum minna
á mógrænu augun þín.

Loft fyllist ljúfri angan,
leikur sér vorþeyrinn hlýr.
Hann bærir í brjósti mér kenndir,
þá birtist mér mynd þín skýr.

Ég sé þína ljósu lokka
leika um andlitið frítt,
þá finnst mér sem mundin þín mjúka
minn strjúki vanga blítt.
 
Þórhallur Hróðmarsson
1942 - ...


Ljóð eftir Þórhall Hróðmarsson

Augun þín
Ástríða
Bæn
Hugrekki
Minni kvenna
Kántrýkvöld
Tjara
Matarást
Spor í sandi
Vor
Vonin
Vegur sannleikans
Vitið meira
Kynferðislegt áreiti
Atómljóð
Áramótin 1999 - 2000
Hamingjuforskrift
Heilagur tilgangur
Unaðsstund
Love
Hvers vegna ertu ei hér?
Trú
Saskia
Breytingaskeiðin
Fyrsta ástin
Átt og misst
Einstakur koss
Óskastund
Höfuðpaurinn
Þögul ást
Steinninn